Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins 12. desember 2012 17:15 Allt bendir til þess að Tom Watson verði næsti fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins í golfi í næstu Ryderkeppni. Nordic Photos / Getty Images Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink. Golf Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink.
Golf Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn