Velgengni ofurfyrirsætunnuar Miranda Kerr virðist engan endi ætla að taka en tilkynnt var í gær í Madrid á Spáni, að Kerr væri nýtt andlit fatakeðjunnar, Mango.
Kerr er augljóslega afar glöð með nýja starfið en hún sló á létta strengi við ljósmyndara og blaðamenn á blaðamannafundinum sem haldinn var af þessu tilefni.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fleiri myndir af fyrirsætunni fögru
Frekar glöð með nýja samninginn!
Það lá einstaklega vel á Kerr á blaðamannafundinum.