Eitthvað hefur stílisti stjörnunnar Lea Michele klikkað miðað við skóna sem hún klæddist á rauða dreglinum á dögunum.
Eins og sjá má eru skórnir töluvert of stórir á stjörnuna og í raun bara mesta furða að hún skyldi komast leiða sinna í þeim.
Tískugagnrýnendur vestan hafs höfðu enga sérstaka ánægju af þessu máli en Lea þykir oftar en ekki óaðfinnanleg á dreglinum.
Stjarna í allt of stórum skóm
