Framkonur eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta 2012 eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld, 28-24.
Valsliðið átti möguleika að vinna sinn fimmta titil á árinu 2012 með sigri og gat ennfremur unnið Fram í úrslitaleik deildarbikarsins þriðja árið í röð.
„Þetta var rosalega gaman að ná loksins sigri og fá titil í Safamýrina. Það var kominn tími á annan lit en silfur um hálsinn," sagði Framkonan Ásta Birna Gunnarsdóttir eftir leik en hún skoraði átta mörk í leiknum.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Laugardalshöllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Framkonur stöðvuðu sigurgöngu Vals - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
