Handbolti

Leik lokið: Valur - Stjarnan 32-31 | Valur vann í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson í Strandgötu skrifar
Mynd/Vilhelm
Valskonur eru komnar í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum í Strandgötu í kvöld. Valur mættir annaðhvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn hefst bráðum í Strandgötunni.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir tryggði Val sigur í vítakeppninni og sæti í úrslitakeppninni með því að skora úr síðasta vítinu en Valur vann vítakeppnina 4-3.

Valskonur eru því áfram ósigraðar í íslenskum mótum á tímabilinu en þær geta tryggt sér sinn fimmta titil á árinu á morgun.

Staðan var 21-21 eftir venjulegan leiktíma, 24-24 eftir fyrstu framlengingu og 28-28 eftir aðra framlengingu.

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir tryggði Val framlengingu með því að jafna í 21-21, Þorgerður Anna Atladóttir tryggði Val aðra framlengingu með því að jafna í 24-24 og Karólína Bærhenz Lárudóttir tryggði Val vítakeppni með því að jafna í 28-28.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir hjá Val og Sunneva Einarsdóttir hjá Stjörnunni voru frábærar í marki sinna liða. Jenný varði alls 39 skot en Sunneva varði 4 víti og mörg skot úr algjörum dauðafærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×