Bergmál fortíðar 13. janúar 2012 15:15 Proscenium VII. Þetta verk Sonju Thomsen má sjá á sýningu hennar og Charlottu Maríu Hauksdóttur sem opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um helgina. Mynd/Sonja Thomsen Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004. Hins vegar er það sýning á ljósmyndum danska læknisins Christians Schierbeck, sem starfaði í Reykjavík frá 1901 til 1902 og bjó á Laufásvegi ásamt eiginkonu sinni, Sofie Holstrup-Schultz. Schierbeck tók talsvert af myndum meðfram starfi sínu. Hann hélt dagbók þar sem hann skrifaði við hverja mynd ýmsar upplýsingar og persónulegar athugasemdir og fangaði þannig vel augnablik í lífi bæjarbúa. Börn á Skólavörðustíg með Skólavörðuna í baksýn, stúlka á leið úr bakaríinu, og hestar við verslun Ziemsens ræðismanns er meðal þess sem sjá má á ljósmyndum hans. -hhs Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004. Hins vegar er það sýning á ljósmyndum danska læknisins Christians Schierbeck, sem starfaði í Reykjavík frá 1901 til 1902 og bjó á Laufásvegi ásamt eiginkonu sinni, Sofie Holstrup-Schultz. Schierbeck tók talsvert af myndum meðfram starfi sínu. Hann hélt dagbók þar sem hann skrifaði við hverja mynd ýmsar upplýsingar og persónulegar athugasemdir og fangaði þannig vel augnablik í lífi bæjarbúa. Börn á Skólavörðustíg með Skólavörðuna í baksýn, stúlka á leið úr bakaríinu, og hestar við verslun Ziemsens ræðismanns er meðal þess sem sjá má á ljósmyndum hans. -hhs
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira