007 og Sinfó í Hörpu 18. janúar 2012 16:30 Njósnari hinnar hátignar ræður ríkjum í Hörpu næstu daga ásamt Sinfó og söngvurum. Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngvara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr myndinni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon. „Lögin sem hver og einn syngur eru valin í samráði við stjórnandann, sem fékk okkur til að syngja fyrir sig til að sjá hvaða lög hentuðu hverjum. En Nobody Does it Better er eitt af mínum eftirlætis Bond-lögum og ég hafði það alltaf í huga," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, sem flytur lagið úr Bond-myndinni The Spy Who Loved Me, sem upphaflega var flutt af Carly Simon, á þrennum James Bond-tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á í Hörpu dagana 19., 20. og 21. janúar. Fljótlega seldist upp á fyrri tvo tónleikana og því var þeim þriðju bætt við. Í ár er hálf öld liðin síðan njósnari hinnar hátignar birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Dr. No, en alls eru myndirnar orðnar 24 talsins. Ásamt Sigríði syngja þau Valgerður Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem einnig er kynnir, lög úr þessum vinsælu myndum með Sinfóníunni. Allir ættu að þekkja titilstefið, en auk þess hafa listamenn á borð við Paul McCartney, Tinu Turner, Duran Duran, Tom Jones, Sheryl Crow, Madonnu, Aliciu Keys og Shirley Bassey flutt lög í myndunum. Stjórnandi er hinn breski Carl Davis sem stýrt hefur Bond-tónleikum víða um heim við góðar undirtektir. Davis stjórnar Fílharmóníuhljómsveitum London og Liverpool í Englandi reglulega og hefur meðal annars unnið með téðum Paul McCartney þegar Bítillinn fyrrverandi hefur fetað út á brautir sígildrar tónlistar. Á síðustu breiðskífu Hjaltalín var að finna lagið Feels Like Sugar sem mörgum þótti afar „Bond-legt" og segist Sigríður ekki hafa farið varhluta af því.Flutt verða nokkur Bond-lög af Connery-tímabilinu.„Það töluðu margir um þessi líkindi, sérstaklega erlendis, og veltu fyrir sér hvort ég hefði hlustað mikið á Shirley Bassey í gegnum tíðina og tileinkað mér hennar stíl. Svo er reyndar ekki, en ég skil tenginguna vel því Feels Like Sugar er auðvitað dramatískt lag með stórri hljómsveit eins og ekta Bond-lag. Við ættum kannski að prófa að senda það til framleiðenda Bond-myndanna og sjá hvernig þeim líst á," segir hún og hlær, en hún hefur séð flestar af eldri Bond-myndunum og segist kunna sérlega vel að meta lögin úr þeim. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngvara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr myndinni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon. „Lögin sem hver og einn syngur eru valin í samráði við stjórnandann, sem fékk okkur til að syngja fyrir sig til að sjá hvaða lög hentuðu hverjum. En Nobody Does it Better er eitt af mínum eftirlætis Bond-lögum og ég hafði það alltaf í huga," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, sem flytur lagið úr Bond-myndinni The Spy Who Loved Me, sem upphaflega var flutt af Carly Simon, á þrennum James Bond-tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á í Hörpu dagana 19., 20. og 21. janúar. Fljótlega seldist upp á fyrri tvo tónleikana og því var þeim þriðju bætt við. Í ár er hálf öld liðin síðan njósnari hinnar hátignar birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Dr. No, en alls eru myndirnar orðnar 24 talsins. Ásamt Sigríði syngja þau Valgerður Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem einnig er kynnir, lög úr þessum vinsælu myndum með Sinfóníunni. Allir ættu að þekkja titilstefið, en auk þess hafa listamenn á borð við Paul McCartney, Tinu Turner, Duran Duran, Tom Jones, Sheryl Crow, Madonnu, Aliciu Keys og Shirley Bassey flutt lög í myndunum. Stjórnandi er hinn breski Carl Davis sem stýrt hefur Bond-tónleikum víða um heim við góðar undirtektir. Davis stjórnar Fílharmóníuhljómsveitum London og Liverpool í Englandi reglulega og hefur meðal annars unnið með téðum Paul McCartney þegar Bítillinn fyrrverandi hefur fetað út á brautir sígildrar tónlistar. Á síðustu breiðskífu Hjaltalín var að finna lagið Feels Like Sugar sem mörgum þótti afar „Bond-legt" og segist Sigríður ekki hafa farið varhluta af því.Flutt verða nokkur Bond-lög af Connery-tímabilinu.„Það töluðu margir um þessi líkindi, sérstaklega erlendis, og veltu fyrir sér hvort ég hefði hlustað mikið á Shirley Bassey í gegnum tíðina og tileinkað mér hennar stíl. Svo er reyndar ekki, en ég skil tenginguna vel því Feels Like Sugar er auðvitað dramatískt lag með stórri hljómsveit eins og ekta Bond-lag. Við ættum kannski að prófa að senda það til framleiðenda Bond-myndanna og sjá hvernig þeim líst á," segir hún og hlær, en hún hefur séð flestar af eldri Bond-myndunum og segist kunna sérlega vel að meta lögin úr þeim. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira