Næsta plata Bruce Springsteen nefnist Wrecking Ball og kemur hún út í byrjun mars. Fyrsta smáskífulagið er komið út og heitir það We Take Care of Our Own. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata Springsteens, The Promise, leit dagsins ljós.
Tom Morello, gítarleikari Rage Against The Machine, aðstoðar „Stjórann" á nýju plötunni og einnig Matt Chamberlain, fyrrum trommari Pearl Jam. Springsteen fer í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja plötunni eftir og hefst hún á Spáni í maí.
Nafn komið á nýja plötu
