Handbolti

Bikarúrslitin í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Einn af stærstu leikjum tímabilsins í kvennahandboltanum fer fram í Vodafonehöllinni í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Fram í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Liðin hafa mæst í öllum úrslitaleikjum síðustu ár og Fram hefur unnið bikarúrslitaleik liðanna tvö síðustu tímabil. Flestir líta á sem svo að eiginlegi bikarúrslitaleikurinn fari í raun fram í kvöld enda eru liðin í nokkrum sérflokki í dag.

Fram vann fimm marka sigur í deildarleik liðanna á dögunum en Valskonur voru þá búnar að vinna sex leiki liðanna í röð. Valskonur hafa ekki unnið bikarinn í tólf ár eða síðan þær urðu bikarmeistarar árið 2000.

Tveir aðrir leikir fara fram í átta liða úrslitunum í kvöld. HK tekur á móti Stjörnunni í Digranesi og FH fær Gróttu í heimsókn í Kaplakrika. Þeir leikir hefjast líka klukkan 19.30. ÍBV er komið í undanúrslitin eftir sigur á Selfossi í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×