Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Freyr Bjarnason skrifar 2. febrúar 2012 16:00 Elektró poppsveitin Sykur er ein heitasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Lagið Reykjavík hefur slegið í gegn og fetar það í fótspor Viltu Dick? sem einnig naut mikilla vinsælda. Lagið er tekið af annarri plötu hennar, Mesópótamía, sem kom út fyrir síðustu jól við góðar undirtektir. Í laginu rappar ný söngkona sveitarinnar, Agnes Björt Andradóttir, af miklum krafti og fádæma öryggi. Ekki vita þó allir að það var þessi frammistaða sem tryggði henni söngvarastöðuna í hljómsveitinni og að Reykjavík var frumflutt hér á landi fyrir einu og hálfu ári. „Það var frumflutt á Menningarnótt 2010 fyrir fullu Bankastræti. Svo tók við mikið stúdíótímabil hjá okkur þar sem við vorum að klára nýjustu plötuna okkar. Þá datt lagið aðeins niður og núna er það fyrst að komast í gang," segir Halldór Eldjárn úr Sykri. Auk hans og Agnesar Bjartar eru í sveitinni frændi hans Kristján Eldjárn og Stefán Finnbjörnsson. Aðspurður segist Halldór vera mjög ánægður með framlag Agnesar Bjartar til hljómsveitarinnar. Hún gekk til liðs við hana eftir að hafa verið beðin um að semja textann við Reykjavík. „Svo kom hún nokkrum mánuðum seinna með fullunninn texta og rappaði sig í gegnum þetta. Ég leyfði strákunum að heyra og þá sögðum við: „Við verðum að fá þessa inn í hljómsveitina"," segir hann. Lagið Viltu Dick? var langvinsælasta lag fyrstu plötu Sykurs, Frábært eða frábært, sem kom út 2009. Þar rappaði Blazroca eins og hann ætti lífið að leysa. Kom aldrei til greina að fá hann til að syngja Reykjavík? „Erpur er allt öðruvísi rappari og þetta er kannski mýkra lag en Viltu Dick?. Þetta samstarf átti mjög góðan hápunkt í Viltu Dick?. Það er svo auðvelt að fara að endurtaka sig ef maður notar sömu formúluna aftur, þannig að við prófuðum að gera eitthvað allt annað." Vinsældir lagsins hafa valdið því að salan á Mesópótamíu hefur tekið mikinn kipp upp á síðkastið. „Við vorum líka dálítið eftir á að gefa hana út. Hún átti að koma út fyrir Airwaves en er búin að taka fínan kipp núna og við erum virkilega þakklát fyrir það. Við erum búin að spila dálítið upp á síðkastið og erum að fara að spila meira. Það hefur mikil áhrif líka." Talandi um spilamennsku þá steig Sykur tvisvar á svið erlendis í fyrra, eða í Eistlandi og í London. Um miðjan febrúar er svo ferðinni heitið til Óslóar á bransahátíðina by:Larm. Þar spila einnig GusGus, Helgi Hrafn Jónsson, Mugison, Prinspóló, Sóley og Snorri Helgason. „Við erum ótrúlega spennt og höldum að Norðmenn eigi eftir að taka vel í þetta. Ég held að þessi hátíð hafi haft mjög mikið að segja fyrir margar hljómsveitir í gegnum tíðina og það láta allir mjög vel af henni. Það er góður kjarni af Íslendingum að fara út með okkur og það er rosalega gaman að vera með íslenskum hljómsveitum í útlöndum," segir Halldór. Flokka má Sykur í sama tónlistargeira og sveitir á borð við Bloodgroup og FM Belfast. Eruð þið öll góðir vinir eða ríkir samkeppni á milli ykkar? „Við erum öll alveg ótrúlega góðir vinir og þetta er mjög skemmtilegur hópur. Maður talar ekkert um samkeppni í tónlist. Þessar hljómsveitir eru allar mjög mismunandi. Þær hafa sína hópa sem skarast en svo er þetta líka bara skemmtileg tónlist. Bloodgroup var til dæmis mín fyrirmynd þegar ég var að byrja að gera tónlist. Þá voru þau líka frekar nýlega byrjuð. Svo kynntumst við þeim og þau tóku okkur eiginlega að sér. Það hefur alltaf verið mjög gott samstarf þar á milli og líka með FM Belfast," segir hann. Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast syngur einmitt í laginu Shed Those Tears sem er á Mesópótamíu, auk þess sem Lilja Kristín Jónsdóttir, fyrrverandi söngkona Bloodgroup, söng kvenkynspartinn í Viltu Dick?. Er samstarf við einhverja fleiri í bígerð á næstunni? „Við vonumst til að geta fengið einhvern tímann að búa til elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra. Burtséð frá tilgangi sprengjuvélmennisins þá hljómar það alveg rosalega skemmtilega – krúttsprengjuvélmenni eitthvað." Þannig að þið leggið hér með fram beiðni um það? „Já, en samt án þess að það hljómi eins og einhver sprengjuhótun." Fram undan hjá Sykri er spilamennska á böllum á Akranesi, Akureyri og hjá Kvennaskólanum. Spurður út í sviðsframkomuna segir Halldór hana eitt af aðalsmerkjum Sykurs. „Hverjir einustu tónleikar sem við spilum eru flugeldasýning út í eitt. Við leggjum gríðarlega mikinn metnað í að enginn fari út þurr á enninu og öðrum líkamspörtum. Þetta er bara partí fjör og snilld í bolla." Hljómsveitin er á mála hjá Record Records hér heima. Hún er einnig með erlendan umboðsmann sem hefur unnið í því að koma henni að úti í heimi. „Hann er að vinna með okkur í að plana og plotta." Þannig að það er metnaður í ykkur að ná langt? „Já, já og líka fyrst og fremst að hafa gaman og skemmta öðrum." Harmageddon Lífið Mest lesið Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Eitt af hverjum fimm lögum á vinsældarlistum fjalla um áfengi Harmageddon Dagskrá Nordic Playlist Radio Bar heldur áfram í dag Harmageddon
Elektró poppsveitin Sykur er ein heitasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Lagið Reykjavík hefur slegið í gegn og fetar það í fótspor Viltu Dick? sem einnig naut mikilla vinsælda. Lagið er tekið af annarri plötu hennar, Mesópótamía, sem kom út fyrir síðustu jól við góðar undirtektir. Í laginu rappar ný söngkona sveitarinnar, Agnes Björt Andradóttir, af miklum krafti og fádæma öryggi. Ekki vita þó allir að það var þessi frammistaða sem tryggði henni söngvarastöðuna í hljómsveitinni og að Reykjavík var frumflutt hér á landi fyrir einu og hálfu ári. „Það var frumflutt á Menningarnótt 2010 fyrir fullu Bankastræti. Svo tók við mikið stúdíótímabil hjá okkur þar sem við vorum að klára nýjustu plötuna okkar. Þá datt lagið aðeins niður og núna er það fyrst að komast í gang," segir Halldór Eldjárn úr Sykri. Auk hans og Agnesar Bjartar eru í sveitinni frændi hans Kristján Eldjárn og Stefán Finnbjörnsson. Aðspurður segist Halldór vera mjög ánægður með framlag Agnesar Bjartar til hljómsveitarinnar. Hún gekk til liðs við hana eftir að hafa verið beðin um að semja textann við Reykjavík. „Svo kom hún nokkrum mánuðum seinna með fullunninn texta og rappaði sig í gegnum þetta. Ég leyfði strákunum að heyra og þá sögðum við: „Við verðum að fá þessa inn í hljómsveitina"," segir hann. Lagið Viltu Dick? var langvinsælasta lag fyrstu plötu Sykurs, Frábært eða frábært, sem kom út 2009. Þar rappaði Blazroca eins og hann ætti lífið að leysa. Kom aldrei til greina að fá hann til að syngja Reykjavík? „Erpur er allt öðruvísi rappari og þetta er kannski mýkra lag en Viltu Dick?. Þetta samstarf átti mjög góðan hápunkt í Viltu Dick?. Það er svo auðvelt að fara að endurtaka sig ef maður notar sömu formúluna aftur, þannig að við prófuðum að gera eitthvað allt annað." Vinsældir lagsins hafa valdið því að salan á Mesópótamíu hefur tekið mikinn kipp upp á síðkastið. „Við vorum líka dálítið eftir á að gefa hana út. Hún átti að koma út fyrir Airwaves en er búin að taka fínan kipp núna og við erum virkilega þakklát fyrir það. Við erum búin að spila dálítið upp á síðkastið og erum að fara að spila meira. Það hefur mikil áhrif líka." Talandi um spilamennsku þá steig Sykur tvisvar á svið erlendis í fyrra, eða í Eistlandi og í London. Um miðjan febrúar er svo ferðinni heitið til Óslóar á bransahátíðina by:Larm. Þar spila einnig GusGus, Helgi Hrafn Jónsson, Mugison, Prinspóló, Sóley og Snorri Helgason. „Við erum ótrúlega spennt og höldum að Norðmenn eigi eftir að taka vel í þetta. Ég held að þessi hátíð hafi haft mjög mikið að segja fyrir margar hljómsveitir í gegnum tíðina og það láta allir mjög vel af henni. Það er góður kjarni af Íslendingum að fara út með okkur og það er rosalega gaman að vera með íslenskum hljómsveitum í útlöndum," segir Halldór. Flokka má Sykur í sama tónlistargeira og sveitir á borð við Bloodgroup og FM Belfast. Eruð þið öll góðir vinir eða ríkir samkeppni á milli ykkar? „Við erum öll alveg ótrúlega góðir vinir og þetta er mjög skemmtilegur hópur. Maður talar ekkert um samkeppni í tónlist. Þessar hljómsveitir eru allar mjög mismunandi. Þær hafa sína hópa sem skarast en svo er þetta líka bara skemmtileg tónlist. Bloodgroup var til dæmis mín fyrirmynd þegar ég var að byrja að gera tónlist. Þá voru þau líka frekar nýlega byrjuð. Svo kynntumst við þeim og þau tóku okkur eiginlega að sér. Það hefur alltaf verið mjög gott samstarf þar á milli og líka með FM Belfast," segir hann. Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast syngur einmitt í laginu Shed Those Tears sem er á Mesópótamíu, auk þess sem Lilja Kristín Jónsdóttir, fyrrverandi söngkona Bloodgroup, söng kvenkynspartinn í Viltu Dick?. Er samstarf við einhverja fleiri í bígerð á næstunni? „Við vonumst til að geta fengið einhvern tímann að búa til elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra. Burtséð frá tilgangi sprengjuvélmennisins þá hljómar það alveg rosalega skemmtilega – krúttsprengjuvélmenni eitthvað." Þannig að þið leggið hér með fram beiðni um það? „Já, en samt án þess að það hljómi eins og einhver sprengjuhótun." Fram undan hjá Sykri er spilamennska á böllum á Akranesi, Akureyri og hjá Kvennaskólanum. Spurður út í sviðsframkomuna segir Halldór hana eitt af aðalsmerkjum Sykurs. „Hverjir einustu tónleikar sem við spilum eru flugeldasýning út í eitt. Við leggjum gríðarlega mikinn metnað í að enginn fari út þurr á enninu og öðrum líkamspörtum. Þetta er bara partí fjör og snilld í bolla." Hljómsveitin er á mála hjá Record Records hér heima. Hún er einnig með erlendan umboðsmann sem hefur unnið í því að koma henni að úti í heimi. „Hann er að vinna með okkur í að plana og plotta." Þannig að það er metnaður í ykkur að ná langt? „Já, já og líka fyrst og fremst að hafa gaman og skemmta öðrum."
Harmageddon Lífið Mest lesið Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Eitt af hverjum fimm lögum á vinsældarlistum fjalla um áfengi Harmageddon Dagskrá Nordic Playlist Radio Bar heldur áfram í dag Harmageddon