Peningar annarra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. febrúar 2012 06:00 Skýrsla sjálfstæðrar úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna inniheldur harða gagnrýni á ótal þætti starfsemi sjóðanna fyrir hrun. Tap þeirra á fjárfestingum í íslenzku viðskiptalífi varð gríðarlegt og tjón sjóðfélaganna, almennings í landinu, að sama skapi mikið. Svo virðist að stjórnendur margra stærstu lífeyrissjóðanna hafi ekki haft í huga ábyrgð sína sem vörzlumanna lífeyris vinnandi fólks og látið hrífast með í áhættusækninni, sem einkenndi íslenzkt fjármálakerfi og varð því loks að falli. Segja má að þeir hafi sér til afsökunar þá sameiginlegu firringu sem ríkti í samfélaginu á þessum tíma, en lærdómarnir sem draga má af margvíslegum mistökum eru augljóslega fjöldamargir. Gagnrýni úttektarnefndarinnar beinist ekki eingöngu að stjórnendum lífeyrissjóðanna, heldur einnig að stjórnvöldum, sem klúðruðu meðal annars lagarammanum, endurskoðendum sjóðanna og Fjármálaeftirlitinu, sem sýndi sjóðunum ónógt aðhald. Kjarni málsins felst að sumu leyti í þeirri ráðleggingu úttektarnefndarinnar til Alþingis að endurskoða lögin um lífeyrissjóði með hagsmuni sjóðfélaganna í forgrunni. „Mikilvægi slíkra ákvæða felst í sífelldri áminningu til stjórnenda lífeyrissjóða og annarra um að sjóðirnir séu að fara með fé annarra sem treysta á að það verði þeim til reiðu í framtíðinni. Þetta fé er því ekki fallið til áhættufjárfestinga þótt á fjárfestingartímanum virðist sem ágóði rétthafanna geti orðið mikill ef vel tekst til." Í aðdraganda hruns virðast margir stjórnendur lífeyrissjóða hafa misst sjónar af þessu hlutverki sínu. Þeir fóru að líta á sig sem stóra kalla á markaðnum, í krafti peninga sjóðfélaga. Það hvernig stjórnir sjóðanna eru valdar, í huggulegu samkrulli verkalýðsforingja og atvinnurekenda, og nábýlið við lúxuslifnað bankamannanna, gerði lítið til að minna menn á ábyrgðina gagnvart sjóðfélögunum. Þess vegna er það góð tillaga hjá úttektarnefndinni að einn eða fleiri stjórnarmenn í lífeyrissjóðum verði kosnir beinni kosningu af sjóðfélögum. Reynslan af því fyrirkomulagi verði svo metin eftir fimm ár. Sama má segja um að sá tími, sem menn geta setið í stjórn lífeyrissjóðs, verði takmarkaður og að siðareglur sem taka á meðal annars boðsferðum og gjöfum verði í reglubundinni endurskoðun til að „halda vitund starfsmanna og stjórnar vakandi um þær kröfur sem slíkar reglur gera til þeirra". Staðreyndin er sú, eins og vakin er athygli á í skýrslunni, að fæstir lífeyrissjóðir höfðu slíkar siðareglur fyrir hrun en hafa nú flestir bætt úr því. Víða í nágrannalöndum okkar eru lífeyrissjóðirnir virkir á aðalfundum stórra hlutafélaga og beita sér þar í þágu langtímahagsmuna eigenda sinna, sjóðfélaganna. Þeir gera þannig iðulega athugasemdir við of mikla áhættusækni eða ofurlaun stjórnenda, en lítið fór fyrir slíkri gagnrýni af hálfu lífeyrissjóðanna fyrir hrun. Úttektarnefndin leggur til að sjóðirnir marki sér stefnu, m.a. um skilyrði um stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem þeir fjárfesta í; „hvers konar hluthafi lífeyrissjóður eigi að vera" svo vitnað sé í skýrsluna. Á því er augljóslega ekki vanþörf. Flestir lífeyrissjóðirnir þurfa að verða öðruvísi fjárfestar en þeir voru fyrir hrun og leggja ríkari áherzlu á hlutverk stjórnendanna; að ávaxta annarra manna peninga með varfærnum og ábyrgum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun
Skýrsla sjálfstæðrar úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna inniheldur harða gagnrýni á ótal þætti starfsemi sjóðanna fyrir hrun. Tap þeirra á fjárfestingum í íslenzku viðskiptalífi varð gríðarlegt og tjón sjóðfélaganna, almennings í landinu, að sama skapi mikið. Svo virðist að stjórnendur margra stærstu lífeyrissjóðanna hafi ekki haft í huga ábyrgð sína sem vörzlumanna lífeyris vinnandi fólks og látið hrífast með í áhættusækninni, sem einkenndi íslenzkt fjármálakerfi og varð því loks að falli. Segja má að þeir hafi sér til afsökunar þá sameiginlegu firringu sem ríkti í samfélaginu á þessum tíma, en lærdómarnir sem draga má af margvíslegum mistökum eru augljóslega fjöldamargir. Gagnrýni úttektarnefndarinnar beinist ekki eingöngu að stjórnendum lífeyrissjóðanna, heldur einnig að stjórnvöldum, sem klúðruðu meðal annars lagarammanum, endurskoðendum sjóðanna og Fjármálaeftirlitinu, sem sýndi sjóðunum ónógt aðhald. Kjarni málsins felst að sumu leyti í þeirri ráðleggingu úttektarnefndarinnar til Alþingis að endurskoða lögin um lífeyrissjóði með hagsmuni sjóðfélaganna í forgrunni. „Mikilvægi slíkra ákvæða felst í sífelldri áminningu til stjórnenda lífeyrissjóða og annarra um að sjóðirnir séu að fara með fé annarra sem treysta á að það verði þeim til reiðu í framtíðinni. Þetta fé er því ekki fallið til áhættufjárfestinga þótt á fjárfestingartímanum virðist sem ágóði rétthafanna geti orðið mikill ef vel tekst til." Í aðdraganda hruns virðast margir stjórnendur lífeyrissjóða hafa misst sjónar af þessu hlutverki sínu. Þeir fóru að líta á sig sem stóra kalla á markaðnum, í krafti peninga sjóðfélaga. Það hvernig stjórnir sjóðanna eru valdar, í huggulegu samkrulli verkalýðsforingja og atvinnurekenda, og nábýlið við lúxuslifnað bankamannanna, gerði lítið til að minna menn á ábyrgðina gagnvart sjóðfélögunum. Þess vegna er það góð tillaga hjá úttektarnefndinni að einn eða fleiri stjórnarmenn í lífeyrissjóðum verði kosnir beinni kosningu af sjóðfélögum. Reynslan af því fyrirkomulagi verði svo metin eftir fimm ár. Sama má segja um að sá tími, sem menn geta setið í stjórn lífeyrissjóðs, verði takmarkaður og að siðareglur sem taka á meðal annars boðsferðum og gjöfum verði í reglubundinni endurskoðun til að „halda vitund starfsmanna og stjórnar vakandi um þær kröfur sem slíkar reglur gera til þeirra". Staðreyndin er sú, eins og vakin er athygli á í skýrslunni, að fæstir lífeyrissjóðir höfðu slíkar siðareglur fyrir hrun en hafa nú flestir bætt úr því. Víða í nágrannalöndum okkar eru lífeyrissjóðirnir virkir á aðalfundum stórra hlutafélaga og beita sér þar í þágu langtímahagsmuna eigenda sinna, sjóðfélaganna. Þeir gera þannig iðulega athugasemdir við of mikla áhættusækni eða ofurlaun stjórnenda, en lítið fór fyrir slíkri gagnrýni af hálfu lífeyrissjóðanna fyrir hrun. Úttektarnefndin leggur til að sjóðirnir marki sér stefnu, m.a. um skilyrði um stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem þeir fjárfesta í; „hvers konar hluthafi lífeyrissjóður eigi að vera" svo vitnað sé í skýrsluna. Á því er augljóslega ekki vanþörf. Flestir lífeyrissjóðirnir þurfa að verða öðruvísi fjárfestar en þeir voru fyrir hrun og leggja ríkari áherzlu á hlutverk stjórnendanna; að ávaxta annarra manna peninga með varfærnum og ábyrgum hætti.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun