Ekki bara snjall lagasmiður 9. febrúar 2012 07:30 Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Emeli Sandé gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu, Our Version of Events. Þessi 24 ára söngkona er rísandi stjarna í Bretlandi og bíða margir spenntir eftir því hvernig ferill hennar fer af stað. Adele Emeli Sandé fæddist í Aberdeen í Skotlandi og var snemma hvött af sambískum föður sínum til að læra á hljóðfæri. Hún spilaði á klarinett og píanó og samdi einnig sín eigin lög og flutti. Hún lærði læknisfræði við háskólann í Glasgow en hætti á fjórða ári og ákvað að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hún gerði samning sem lagahöfundur við stórfyrirtækið EMI og eftir að hafa hitt upptökustjórann Naughty Boy byrjuðu þau að vinna saman að nokkrum lögum. Eitt þeirra var Diamond Rings með enska rapparanum Chipmunk, þar sem Sandé var gestasöngvari. Lagið komst á topp tíu á breska vinsældarlistanum og vegur Sandé fór vaxandi. Hún hélt áfram að semja fyrir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Cheryl Cole, Susan Boyle, Leona Lewis og Professor Green. Á síðasta ári gerði Sandé svo annan samning við EMI og í þetta sinn var stefnan sett á hennar fyrstu sólóplötu, sem núna er að líta dagsins ljós. Sandé, sem ákvað að losa sig við Adele-nafnið eftir að Adele sló í gegn, er góð söngkona en þrátt fyrir það bjóst hún ekki við því að fá tækifæri til að syngja sitt eigið efni. Hún óttaðist að festast í hlutverki lagahöfundar en miðað við smáskífulögin sem hún hefur sent frá sér, þar á meðal Heaven, er ljóst að þarna er á ferðinni áhugaverð söngkona með sérstakan stíl þar sem blandað er saman R&B, djassi og sálartónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru Nina Simone og Aretha Franklin, auk þess sem Massive Attack og Joni Mitchell hafa verið nefnd til sögunnar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að Sandé hefði hlotið hin virtu gagnrýnendaverðlaun Brit-verðlaunanna en hátíðin sjálf verður haldin síðar í þessum mánuði. Hún hefur einnig verið tilnefnd sem besti nýi flytjandinn og keppir þar við Anna Calvi, Ed Sheeran, Jessie J og bresk-íslensku rokkarana í The Vaccines.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Emeli Sandé gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu, Our Version of Events. Þessi 24 ára söngkona er rísandi stjarna í Bretlandi og bíða margir spenntir eftir því hvernig ferill hennar fer af stað. Adele Emeli Sandé fæddist í Aberdeen í Skotlandi og var snemma hvött af sambískum föður sínum til að læra á hljóðfæri. Hún spilaði á klarinett og píanó og samdi einnig sín eigin lög og flutti. Hún lærði læknisfræði við háskólann í Glasgow en hætti á fjórða ári og ákvað að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hún gerði samning sem lagahöfundur við stórfyrirtækið EMI og eftir að hafa hitt upptökustjórann Naughty Boy byrjuðu þau að vinna saman að nokkrum lögum. Eitt þeirra var Diamond Rings með enska rapparanum Chipmunk, þar sem Sandé var gestasöngvari. Lagið komst á topp tíu á breska vinsældarlistanum og vegur Sandé fór vaxandi. Hún hélt áfram að semja fyrir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Cheryl Cole, Susan Boyle, Leona Lewis og Professor Green. Á síðasta ári gerði Sandé svo annan samning við EMI og í þetta sinn var stefnan sett á hennar fyrstu sólóplötu, sem núna er að líta dagsins ljós. Sandé, sem ákvað að losa sig við Adele-nafnið eftir að Adele sló í gegn, er góð söngkona en þrátt fyrir það bjóst hún ekki við því að fá tækifæri til að syngja sitt eigið efni. Hún óttaðist að festast í hlutverki lagahöfundar en miðað við smáskífulögin sem hún hefur sent frá sér, þar á meðal Heaven, er ljóst að þarna er á ferðinni áhugaverð söngkona með sérstakan stíl þar sem blandað er saman R&B, djassi og sálartónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru Nina Simone og Aretha Franklin, auk þess sem Massive Attack og Joni Mitchell hafa verið nefnd til sögunnar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að Sandé hefði hlotið hin virtu gagnrýnendaverðlaun Brit-verðlaunanna en hátíðin sjálf verður haldin síðar í þessum mánuði. Hún hefur einnig verið tilnefnd sem besti nýi flytjandinn og keppir þar við Anna Calvi, Ed Sheeran, Jessie J og bresk-íslensku rokkarana í The Vaccines.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp