Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2012 07:30 Sigurður Ragnar segir að það sé of stórt stökk fyrir leikmenn sem ganga upp úr U-19 landsliðinu að fara beint í A-landsliðið. fréttablaðið/vilhelm Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira