Magni syngur til heiðurs Houston 1. mars 2012 16:00 Magni Ásgeirsson syngur á tónleikum til heiðurs Whitney Houston 22. mars. Mynd/heida.is „Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira