Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu 3. mars 2012 08:45 Damon Younger stendur sig stórkostlega sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik sem var frumsýnd í vikunni. fréttablaðið/anton „Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“