Samstarf Bigga og John Grant vindur upp á sig 5. mars 2012 12:30 „Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira