Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum 6. mars 2012 12:00 Mikill áhugi er fyrir hljómsveitinni Of Monsters and Men vestanhafs. „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira