Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum 6. mars 2012 12:00 Mikill áhugi er fyrir hljómsveitinni Of Monsters and Men vestanhafs. „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira