Melódískt og skrítið popp 8. mars 2012 12:30 The Shins á Grammy-hátíðinni árið 2008. Hún var tilnefnd til fyrir bestu alternative-plötuna. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira