John Grant og Helgi Björns sömdu lagið Finish on Top 9. mars 2012 10:00 gott samstarf Helgi Björnsson og John Grant við upptökurnar á laginu Finish on Top. „Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira