Flest lönd búin að velja lögin í Eurovision 11. mars 2012 11:00 Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira