Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl eru hafnar 15. mars 2012 12:30 Þór Ómar Jónsson leikstjóri og hans fólk var við tökur á Fölskum fugli á BSÍ í gær. Mynd/Valli „Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“