Rússneski blaðamaðurinn Miroslava Duma hefur verið eitt vinsælasta myndefni götutískuljósmyndara og bloggara upp á síðkastið. Duma þykir einstaklega lunkin við að blanda saman litríkum og munstruðum flíkum. Duma var eitt sinn ritstjóri Harper"s Bazaar en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifar fyrir blöð á borð við rússneska Harper"s Bazaar, Tatler og Glamour. Hún er fastur gestur á fremsta bekk á tískusýningum en uppáhaldshönnun hennar kemur frá Prada, Miu Miu, Lanvin, Alexander Wang og YSL.
Tískustelpan sem allir fylgjast með
