Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum 19. mars 2012 11:00 Útrás í rokkinu Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum.Fréttablaðið/Valli Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira