Handbolti

Titill í boði á Hlíðarenda í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur vann síðast Valskonur unnu síðasta leik á móti Fram. Fréttablaðið/hag
Valur vann síðast Valskonur unnu síðasta leik á móti Fram. Fréttablaðið/hag
Valur og Fram mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna en leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30.

Fram vann fyrri deildarleik liðanna á heimavelli, er með tveggja stiga forskot á Val og nægir jafntefli. Fram hefur unnið 13 deildarleiki í röð þar á meðal 26-21 heimasigur á Val.

Valskonur hafa ekki tapað síðan í Safamýrinni í byrjun janúar og eru búnar að vinna 23 leiki í röð í Vodafone-höllinni þar af 6 þeirra á móti Fram. Fram var síðasta liðið til að vinna Val á Hlíðarenda en það var 23. apríl 2010 eða fyrir 705 dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×