Handbolti

Valskonur þurfa stig fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir og félagar geta orðið deildarmeistarar í dag.
Dagný Skúladóttir og félagar geta orðið deildarmeistarar í dag. Mynd/Stefán
Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Til þess að komast inn í úrslitakeppnina þarf KA/Þór að vinna sinn leik og treysta á það að Grótta taki ekki stig á útivelli á móti Stjörnunni.

Stjörnukonur keppa við HK um 4. sætið. Liðin eru jöfn að stigum en Stjarnan stendur betur í innbyrðisviðureignum. HK heimsækir FH en Stjarnan tekur á móti Gróttu. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×