Fjöldi manns vann baki brotnu baksviðs á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu um helgina þar sem mikill handagangur var í öskjunni. Fyrirsætur æfðu sig í að ganga á himinháum hælum milli atriða. Förðunar- og hárteymi stóðu í ströngu og göldruðu fram ævintýralegt útlit á færibandi.
Ljósmyndarinn Eygló Gísladóttir myndaði stemninguna baksviðs. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.
Handagangur í Hörpu
