Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu yfirhönnuðar tískuhússins Dior eftir að John Galliano var rekinn vegna ummæla sinna í garð gyðinga. Fjölmargir hönnuðir hafa verið orðaðir við stöðuna undanfarið ár og nú síðast var rapparinn Kanye West orðaður við tískuhúsið.
West hefur mikinn áhuga á hönnun og sýndi sína aðra fatalínu á tískuvikunni í París fyrir stuttu. Línan þótti heldur mislukkuð og fékk lélega dóma frá öllum helstu tískuspekingunum. Þrátt fyrir þetta hefur verið uppi sá orðrómur að West hafi átt í samræðum við Dior um stöðu yfirhönnuðar og líklega rennur mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds einfaldlega við tilhugsunina um slíkt samstarf.
Kanye í samræðum við Dior
