Íslensku fatalínurnar brjálæðislegar og svolítið á mis 5. apríl 2012 14:00 Blaðamenn Fashionista.com og Fashion Wire Daily fara bæði lofsorðum um hönnun Munda. Mundi var á meðal þeirra hönnuða er sýndu á RFF. fréttablaðið/valli Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. sara@frettabladid.is Game of Thrones RFF Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. sara@frettabladid.is
Game of Thrones RFF Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira