Stórhljómsveitin Nýdönsk mun halda upp á 25 ára afmæli sitt með tveimur tónleikum í september, í Hörpu þann 22. september og í Hofi á Akureyri þann 29. september, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum.
Margir góðir gestir munu slást í för með meðlimum Nýdanskrar og taka með þeim nokkur ódauðleg lög. Nú þegar hefur verið staðfest um þátttöku Gus Gus söngkonunnar Urðar Hákonardóttur, þeirra Högna Egilssonar og Sigríðar Thorlacius úr Hjálmum, Kristjáns Kristjánssonar (KK) og Svanhildar Jakobsdóttur. Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, og Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari, munu einnig láta ljós sitt skína.
Í tilefni afmælisársins munu ýmsir listamenn endurgera lög hljómsveitarinnar. Þar á meðal er KK sem nýlega tók upp lagið Frelsið sem hefur hlotið mikla athygli. - trs
