„Mig langaði að tengja bókina samveru og hvíld en sjaldan er meiri nánd eða kyrrð en þegar lesið er fyrir börn. Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá Bókaútgáfunni Björk sem gefur út Stubb og útkoman varð gjafapakkning með veri, 40x45 sentimetrar að stærð, ásamt bókinni góðu," segir Ragnhildur.
Verin eru saumuð á Vinnustofunni Ási en þar eru einnig framleiddir gjafapokar utan um barnasamfellur fyrir Jónsdóttir & co.
„Þar sem oft er hvatt til að gefa börnum bækur á sumardaginn fyrsta langaði mig að hafa verkið tilbúið á þeim tíma. Það hefði hins vegar aldrei tekist nema vegna einstakrar samvinnu við Vinnustofuna Ás," segir Ragnhildur.

„Reyndar gerði ég einnig stuttermabol með Stubbi því myndin af honum er svo falleg í einfaldleika sínum. Bolurinn er hins vegar eingöngu seldur hjá mér. Vinnan við Stubb var skemmtileg og það má vel vera að það verði framhald eftir vinnuna með Stubb og önnur yndisleg barnabókahetja bætist í safnið." -rat