Fer til New York í sumar 23. apríl 2012 11:00 Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina í ár. Hún hafði ekki reynt fyrir sér í fyrirsætubransanum áður. fréttablaðið/stefán Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira