Innblástur frá uppreisninni 26. apríl 2012 11:00 santigold Bandaríska tónlistarkonan er að gefa út sína aðra plötu, Master of My Make-Believe. nordicphotos/getty Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira