Sinead O'Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða.
„Eins og þið vitið var ég í alvarlegri lægð frá desember til mars og læknirinn minn ráðlagði mér að fara ekki í tónleikaferð. Ég vildi ekki valda vonbrigðum því ferðin hafði þegar verið skipulögð vegna plötunnar minnar. Því miður hunsaði ég þessi ráð og reyndi að vera sterkari en ég er," sagði O"Connor sem spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra.
Aflýsir öllum tónleikum
