Lágstemmd og leyndardómsfull 28. apríl 2012 18:00 Hljómsveitin Sigur Rós fær þrjár stjörnur í Q fyrir plötuna Valtara. nordicphotos/getty Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara. Þar segir að tónlistin hafi yfir sér leyndardómsfullan blæ og líkir henni við Riceboy Sleeps, plötuna sem söngvarinn Jónsi og Alex Somers sendu frá sér fyrir þremur árum. Valtari sé lágstemmdari en flest annað sem Sigur Rós hafi gert og söngur Jónsa hreinlega hverfi í fimmta laginu af átta og hljómi eftir það ekki meir á plötunni. „Hin rólega uppbygging laganna krefst þess að þú leggir vel við hlustir og þeir verðlauna þá þolinmæði með ambient-tónum, stuttri útgáfu af fegurð,“ segir í dómnum. „Eftir smá stund ferðu á uppreisnarkenndan hátt að velta fyrir þér hvað myndi gerast ef þú myndir setja rödd Celine Dion í My Heart Will Go On í staðinn fyrir rödd Jónsa í Dauðalogni.“ Gagnrýnandinn segir að fegurðin hafi ávallt verið aðall Sigur Rósar og ekki sé annað hægt en að heillast af lögunum Fjögur píanó og Varúð. Plötuna vanti samt í heildina meiri ákefð og spennu. „Ekki hata þá vegna þess að þeir spila fallega tónlist. Vertu frekar pirraður yfir því að fegurðin skiptir þá svona miklu máli.“ - fb Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara. Þar segir að tónlistin hafi yfir sér leyndardómsfullan blæ og líkir henni við Riceboy Sleeps, plötuna sem söngvarinn Jónsi og Alex Somers sendu frá sér fyrir þremur árum. Valtari sé lágstemmdari en flest annað sem Sigur Rós hafi gert og söngur Jónsa hreinlega hverfi í fimmta laginu af átta og hljómi eftir það ekki meir á plötunni. „Hin rólega uppbygging laganna krefst þess að þú leggir vel við hlustir og þeir verðlauna þá þolinmæði með ambient-tónum, stuttri útgáfu af fegurð,“ segir í dómnum. „Eftir smá stund ferðu á uppreisnarkenndan hátt að velta fyrir þér hvað myndi gerast ef þú myndir setja rödd Celine Dion í My Heart Will Go On í staðinn fyrir rödd Jónsa í Dauðalogni.“ Gagnrýnandinn segir að fegurðin hafi ávallt verið aðall Sigur Rósar og ekki sé annað hægt en að heillast af lögunum Fjögur píanó og Varúð. Plötuna vanti samt í heildina meiri ákefð og spennu. „Ekki hata þá vegna þess að þeir spila fallega tónlist. Vertu frekar pirraður yfir því að fegurðin skiptir þá svona miklu máli.“ - fb
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira