Hjaltalín semur fyrir þögla mynd 4. maí 2012 11:00 Kvikmyndatónlist Rebekka Björnsdóttir og félagar hennar í hljómsveitinni Hjaltalín semja tónlistina fyrir kvikmyndina Days of Gray sem verður tekin upp á Íslandi í sumar. Fréttablaðið/stefán „Ég veit ekki alveg hversu mörg lög við þurfum að semja en þetta verður ansi stórt verk fyrir okkur," segir fagottleikarinn Rebekka Björnsdóttir meðlimur í sveitinni Hjaltalín sem hefur verið ráðin til að semja tónlistina fyrir myndina Days of Grey. Myndin verður tekin upp á Íslandi seint í sumar en um alþjólega framleiðslu er að ræða. Hrafn Jónsson skrifar handrit myndarinnar en leikstjórinn, Ani Simmon-Kennedy, var meðal annars í tökuliðinu á mynd Woody Allen, Midnight in Paris. „Það er ekki búið að velja leikara enn þá en leikstjórinn er væntanlegur til landsins í næstu viku til að hitta leikara," segir Rebekka sem ásamt því að semja tónlistina er meðframleiðandi myndarinnar og sér um leikaraval. Simmon-Kenndy og tökumaðurinn, Cailin Yatsko, sáu sveitina spila á tónleikum í Prag og heilluðust af tónlistinni en það voru íslenskir skólafélagar þeirra í kvikmyndaskólanum þar í borg sem bentu þeim á Hjaltalín. „Þær komu á tónleikana með engar væntingar en hrifust svo af okkur og tónlistinni að þær fylltust innblæstri og úr varð hugmyndin að þessari mynd." Days of Gray verður þögul mynd svo tónlistin frá Hjaltalín skipar stóran sess. Myndin fjallar um lítinn strák sem lifir í litlausum heimi og hvernig líf hans breytist er hann kynnist stúlku frá öðrum heimi. „Við reiknum með því að eyða sumrinu í að semja fyrir myndina ásamt því að vera að vinna að lögum á nýja plötu."- áp Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hversu mörg lög við þurfum að semja en þetta verður ansi stórt verk fyrir okkur," segir fagottleikarinn Rebekka Björnsdóttir meðlimur í sveitinni Hjaltalín sem hefur verið ráðin til að semja tónlistina fyrir myndina Days of Grey. Myndin verður tekin upp á Íslandi seint í sumar en um alþjólega framleiðslu er að ræða. Hrafn Jónsson skrifar handrit myndarinnar en leikstjórinn, Ani Simmon-Kennedy, var meðal annars í tökuliðinu á mynd Woody Allen, Midnight in Paris. „Það er ekki búið að velja leikara enn þá en leikstjórinn er væntanlegur til landsins í næstu viku til að hitta leikara," segir Rebekka sem ásamt því að semja tónlistina er meðframleiðandi myndarinnar og sér um leikaraval. Simmon-Kenndy og tökumaðurinn, Cailin Yatsko, sáu sveitina spila á tónleikum í Prag og heilluðust af tónlistinni en það voru íslenskir skólafélagar þeirra í kvikmyndaskólanum þar í borg sem bentu þeim á Hjaltalín. „Þær komu á tónleikana með engar væntingar en hrifust svo af okkur og tónlistinni að þær fylltust innblæstri og úr varð hugmyndin að þessari mynd." Days of Gray verður þögul mynd svo tónlistin frá Hjaltalín skipar stóran sess. Myndin fjallar um lítinn strák sem lifir í litlausum heimi og hvernig líf hans breytist er hann kynnist stúlku frá öðrum heimi. „Við reiknum með því að eyða sumrinu í að semja fyrir myndina ásamt því að vera að vinna að lögum á nýja plötu."- áp
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira