Spiluðu með Chicane í London 5. maí 2012 11:00 Hljómsveitin spilaði á útgáfutónleikum Chicane fyrir skömmu. fréttablaðið/valli „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni," segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane. Vigri spilaði með Chicane í þremur lögum en tvö þeirra eru á nýjustu plötu hans, Thousand Mile Stare, þar á meðal upphafslagið Hljóp. „Þetta var gríðarlega gaman og dálítið öðruvísi því við höfum ekki oft spilað fyrir svona dansunnendur," segir Hans en tónlist Vigri er draumkennd blanda af poppi, þjóðlagatónlist og klassík. Chicane er stórlax í danstónlistarsenunni. Hann er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore og hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eyddi Chicane fimm dögum á Íslandi í byrjun ársins og tók upp lög með Vigra. Nýja platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og hefur setið í þrjár vikur í efsta sæti danstónlistarlista Itunes. Hún hefur einnig verið ofarlega á listum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í öðru sæti á breska dansplötulistanum. Vigri ætlar að spila aftur með Chicane á tónlistarhátíð í Hollandi í sumar. Í haust fer hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu. Aðspurður segir Hans að Chicane hafi áhuga á frekara samstarfi. „Það er spurning hvað við viljum gera. Við erum bara á fullu að taka upp ný lög fyrir okkur. Það er það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Ég held að við séum ekkert að fara að detta í danstónlistargeirann nema kannski að búa til vangalög en það er mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt." -fb Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni," segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane. Vigri spilaði með Chicane í þremur lögum en tvö þeirra eru á nýjustu plötu hans, Thousand Mile Stare, þar á meðal upphafslagið Hljóp. „Þetta var gríðarlega gaman og dálítið öðruvísi því við höfum ekki oft spilað fyrir svona dansunnendur," segir Hans en tónlist Vigri er draumkennd blanda af poppi, þjóðlagatónlist og klassík. Chicane er stórlax í danstónlistarsenunni. Hann er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore og hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eyddi Chicane fimm dögum á Íslandi í byrjun ársins og tók upp lög með Vigra. Nýja platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og hefur setið í þrjár vikur í efsta sæti danstónlistarlista Itunes. Hún hefur einnig verið ofarlega á listum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í öðru sæti á breska dansplötulistanum. Vigri ætlar að spila aftur með Chicane á tónlistarhátíð í Hollandi í sumar. Í haust fer hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu. Aðspurður segir Hans að Chicane hafi áhuga á frekara samstarfi. „Það er spurning hvað við viljum gera. Við erum bara á fullu að taka upp ný lög fyrir okkur. Það er það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Ég held að við séum ekkert að fara að detta í danstónlistargeirann nema kannski að búa til vangalög en það er mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt." -fb
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira