Enn berast fregnir af sigrum fyrirsætunnar Kolfinnu Kristófersdóttur sem er komin á fullt aftur eftir að hún tognaði á ökkla fyrr í vetur.
Nýverið var henni flogið til Svíþjóðar þar sem hún sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir haustlínu sænska merkisins Acne en merkið er eitt það heitasta um þessar mundir. Kolfinna ku vera eftirsótt í ýmis verkefni víðs vegar um heiminn og er bókuð upp á dag næstu vikurnar en fyrirsætan er búsett í London.
Mynduð fyrir Acne
