Óþolandi ógagnsæi Þórður Snær Júlíusson skrifar 11. maí 2012 06:00 Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Þegar fjárfestingaleiðin var kynnt í nóvember 2011 sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að með henni væri verið „að opna leið fyrir hinar svokölluðu aflandskrónur […] til að koma inn í íslenskt efnahagslíf". Í tilkynningu frá bankanum vegna útboðanna sem fram hafa farið í ár segir hins vegar að „þátttaka í fjárfestingaleiðinni með svonefndar aflandskrónur [hafi] verið hverfandi". Alls komu 42 milljarðar króna inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðarinnar í útboðunum þremur sem farið hafa fram á árinu 2012. Um 89 prósent þeirra peninga hafa farið í að kaupa skuldabréf og hlutabréf. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að stærstu fjárfestingarnar í hlutabréfum og skuldabréfum séu „erlendra móðurfélaga innlendra félaga". Þegar leitað var eftir frekari skýringum á því hverjir þessir aðilar eru neitaði Seðlabankinn að upplýsa nánar um málið. Ef horft er til þess að hundruð eignarhaldsfélaga voru stofnuð á uppgangsárunum fyrir hrun í Lúxemborg, Hollandi, á Bresku-Jómfrúreyjum og fleiri stöðum þar sem erfitt er að nálgast upplýsingar um eignarhald eða eignastöðu þá er ljóst að erlend móðurfélög innlendra félaga eru ansi mörg. Þau skipta hundruðum hið minnsta. Inni í mörgum þeirra er að finna arðgreiðslur eða annars konar fjármuni sem teknir voru út úr íslenskum rekstrarfélögum á vægast sagt hæpnum forsendum fyrir bankahrun. Eru þessir aðilar að koma aftur með peningana sem þeir skutu undan, fá afslátt á krónum hjá Seðlabankanum og nota þá síðan til að versla á brunaútsölunni á Íslandi með 16 prósent afslætti sem engum öðrum býðst? Eru sömu klíkurnar með þessum hætti að ná aftur völdum í atvinnulífinu sem þær brenndu niður til grunna? Það fáum við ekki að vita vegna þess að Seðlabankinn vill ekki segja okkur það. Það var skemmtileg tilviljun að sama dag og Seðlabankinn birti ofangreindar niðurstöður birti greiningardeild Arion banka hagspá sína sem gildir út árið 2014. Samkvæmt henni verður yfir sex prósenta verðbólga á Íslandi næstu ár, krónan mun veikjast um fimm prósent á ári og stýrivextir munu hækka. Því er viðbúið að geta þorra almennings til að kaupa hluti verði ekki mikil á næstu árum. Á sama tíma fær valinn hópur að snúa aftur inn í hagkerfið með meðgjöf frá Seðlabankanum. Yfirlýstur tilgangur er sá að þetta hjálpi til við að afnema gjaldeyrishöft, sem virðast þó ekki vera að fara neitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti virðast þau aðallega bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem kunna að komast fram hjá þeim til að skapa sér fjárhagslegan ávinning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Þegar fjárfestingaleiðin var kynnt í nóvember 2011 sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að með henni væri verið „að opna leið fyrir hinar svokölluðu aflandskrónur […] til að koma inn í íslenskt efnahagslíf". Í tilkynningu frá bankanum vegna útboðanna sem fram hafa farið í ár segir hins vegar að „þátttaka í fjárfestingaleiðinni með svonefndar aflandskrónur [hafi] verið hverfandi". Alls komu 42 milljarðar króna inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðarinnar í útboðunum þremur sem farið hafa fram á árinu 2012. Um 89 prósent þeirra peninga hafa farið í að kaupa skuldabréf og hlutabréf. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að stærstu fjárfestingarnar í hlutabréfum og skuldabréfum séu „erlendra móðurfélaga innlendra félaga". Þegar leitað var eftir frekari skýringum á því hverjir þessir aðilar eru neitaði Seðlabankinn að upplýsa nánar um málið. Ef horft er til þess að hundruð eignarhaldsfélaga voru stofnuð á uppgangsárunum fyrir hrun í Lúxemborg, Hollandi, á Bresku-Jómfrúreyjum og fleiri stöðum þar sem erfitt er að nálgast upplýsingar um eignarhald eða eignastöðu þá er ljóst að erlend móðurfélög innlendra félaga eru ansi mörg. Þau skipta hundruðum hið minnsta. Inni í mörgum þeirra er að finna arðgreiðslur eða annars konar fjármuni sem teknir voru út úr íslenskum rekstrarfélögum á vægast sagt hæpnum forsendum fyrir bankahrun. Eru þessir aðilar að koma aftur með peningana sem þeir skutu undan, fá afslátt á krónum hjá Seðlabankanum og nota þá síðan til að versla á brunaútsölunni á Íslandi með 16 prósent afslætti sem engum öðrum býðst? Eru sömu klíkurnar með þessum hætti að ná aftur völdum í atvinnulífinu sem þær brenndu niður til grunna? Það fáum við ekki að vita vegna þess að Seðlabankinn vill ekki segja okkur það. Það var skemmtileg tilviljun að sama dag og Seðlabankinn birti ofangreindar niðurstöður birti greiningardeild Arion banka hagspá sína sem gildir út árið 2014. Samkvæmt henni verður yfir sex prósenta verðbólga á Íslandi næstu ár, krónan mun veikjast um fimm prósent á ári og stýrivextir munu hækka. Því er viðbúið að geta þorra almennings til að kaupa hluti verði ekki mikil á næstu árum. Á sama tíma fær valinn hópur að snúa aftur inn í hagkerfið með meðgjöf frá Seðlabankanum. Yfirlýstur tilgangur er sá að þetta hjálpi til við að afnema gjaldeyrishöft, sem virðast þó ekki vera að fara neitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti virðast þau aðallega bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem kunna að komast fram hjá þeim til að skapa sér fjárhagslegan ávinning.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun