Þrjú hundruð hitta goðsögn 16. maí 2012 08:00 „Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb Lífið Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb
Lífið Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira