Lét gamlan draum rætast 18. maí 2012 12:30 Aldís Snorradóttir lét gamlan draum rætast og skipti um starfsvettvang. Hún opnar Gallerí Þoku á Laugavegi 25 á laugardag. fréttablaðið/stefán Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“