Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira