Utah út um hliðarrúðuna 23. maí 2012 13:00 Á saltsléttunum. Svavar tók um 55 þúsund myndir á þeim þrjú þúsund kílómetrum sem hann ók á tíu dögum. Svavar Jónatansson er nýsnúinn heim eftir tíu daga ferðalag um Utah-ríki í Bandaríkjunum. Afraksturinn er um 55 þúsund ljósmyndir sem teknar voru út um hliðarrúðu bíls í akstri eftir saltsléttunum frægu. Árið 2007 hóf Svavar Jónatansson ljósmyndari að mynda Ísland út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Hann fór á annan tug hringja í kringum landið, sem skiluðu sér í Innland/Útland-Ísland; myndbandsverki sem kom út 2010 og samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar. Verkið vakti áhuga aðila í Bandaríkjunum og í fyrra var ákveðið að Svavar myndi vinna sams konar myndbandsverk í Utah-ríki. Eftir um hálfs árs undirbúning hélt Svavar til Colarado í apríl síðastliðnum og ók þaðan til Salt Lake City, ásamt bílstjóranum Michael Aisner. „Næstu tíu daga ók ég um þrjú þúsund kílómetra, fram og til baka um saltsléttur Utah og yfir í suðaustur hluta ríkisins. Á því ferðalagi tók ég um 55 þúsund ljósmyndir út um hliðarrúðuna, í akstri eftir hraðbrautum, þjóðvegum, sveitavegum, þjóðgarðsvegum og í rauninni hvert sem komast mátti með góðu móti." Svavar segir landslagið í Utah fjölbreytt og henta efnistökum sínum mjög vel. „Það er aftur á móti gífurlega heitt þarna, hitinn kominn hátt í 30 gráður í apríl. Á stöðum eins og Moab var veðrið mjög einsleitt og heiðskír himinn flesta daga, en hjá Capitol Reef, aðeins austar, var fjölbreytt skýjafar sem gerir mikið fyrir myndirnar." Svavar tekur myndirnar í Utah-verkið í tveimur lotum og gerir ráð fyrir að fara í seinna ferðina í haust. Verkið byggir á sama grunni og Innland/Útland-Ísland, en þó með nýjum viðbótum og áherslu og hefur Svavar fengið til liðs við sig tvö tónskáld á vegum tónlistarháskólans í Salt Lake City til að semja tónlist við verkið, sem hann vonast til að verði tilbúið næsta vetur. Hluti verksins er líka hugsaður sem stakar myndir, með bókaútgáfu sem möguleika, en Svavar vinnur einmitt að gerð bókar upp úr Íslandsverkinu ásamt hönnuðinum Bergdísi Sigurðardóttur. Svavar er umsjónarmaður útvarpsþáttanna Vestur um haf á Rás eitt á föstudögum, en í sumar stýrir hann þáttunum Liðast um landið sem útvarpað verður á sömu rás. bergsteinnfrettabladid.is Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Svavar Jónatansson er nýsnúinn heim eftir tíu daga ferðalag um Utah-ríki í Bandaríkjunum. Afraksturinn er um 55 þúsund ljósmyndir sem teknar voru út um hliðarrúðu bíls í akstri eftir saltsléttunum frægu. Árið 2007 hóf Svavar Jónatansson ljósmyndari að mynda Ísland út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Hann fór á annan tug hringja í kringum landið, sem skiluðu sér í Innland/Útland-Ísland; myndbandsverki sem kom út 2010 og samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar. Verkið vakti áhuga aðila í Bandaríkjunum og í fyrra var ákveðið að Svavar myndi vinna sams konar myndbandsverk í Utah-ríki. Eftir um hálfs árs undirbúning hélt Svavar til Colarado í apríl síðastliðnum og ók þaðan til Salt Lake City, ásamt bílstjóranum Michael Aisner. „Næstu tíu daga ók ég um þrjú þúsund kílómetra, fram og til baka um saltsléttur Utah og yfir í suðaustur hluta ríkisins. Á því ferðalagi tók ég um 55 þúsund ljósmyndir út um hliðarrúðuna, í akstri eftir hraðbrautum, þjóðvegum, sveitavegum, þjóðgarðsvegum og í rauninni hvert sem komast mátti með góðu móti." Svavar segir landslagið í Utah fjölbreytt og henta efnistökum sínum mjög vel. „Það er aftur á móti gífurlega heitt þarna, hitinn kominn hátt í 30 gráður í apríl. Á stöðum eins og Moab var veðrið mjög einsleitt og heiðskír himinn flesta daga, en hjá Capitol Reef, aðeins austar, var fjölbreytt skýjafar sem gerir mikið fyrir myndirnar." Svavar tekur myndirnar í Utah-verkið í tveimur lotum og gerir ráð fyrir að fara í seinna ferðina í haust. Verkið byggir á sama grunni og Innland/Útland-Ísland, en þó með nýjum viðbótum og áherslu og hefur Svavar fengið til liðs við sig tvö tónskáld á vegum tónlistarháskólans í Salt Lake City til að semja tónlist við verkið, sem hann vonast til að verði tilbúið næsta vetur. Hluti verksins er líka hugsaður sem stakar myndir, með bókaútgáfu sem möguleika, en Svavar vinnur einmitt að gerð bókar upp úr Íslandsverkinu ásamt hönnuðinum Bergdísi Sigurðardóttur. Svavar er umsjónarmaður útvarpsþáttanna Vestur um haf á Rás eitt á föstudögum, en í sumar stýrir hann þáttunum Liðast um landið sem útvarpað verður á sömu rás. bergsteinnfrettabladid.is
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira