Grípandi þjóðlagapopp úr herbúðum Edward Sharpe 24. maí 2012 23:00 Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira