Poppið fyrirferðarmeira en klassíkin í Hörpunni 26. maí 2012 15:00 Tæplega 250 þúsund manns sóttu tónlistarviðburði í Hörpunni fyrsta starfsárið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir segir það framar vonum. fréttablaðið/anton Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar. Popp- og rokktónleikar voru flestir, eða 94 talsins, og skammt á eftir þeim komu 87 klassískir tónleikar. Tónleikar með léttri tónlist af ýmsu tagi voru 78, tónleikar með nútímatónlist voru 42, söngleikir voru 28, óperur 19, barnatónleikar 18, djasstónleikar voru 16 og nemendatónleikar 12. Aðspurð segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, að þessi skipting sýni fjölbreytnina í húsinu í hnotskurn. „Þetta kveður endanlega niður allar grunsemdir um að hér halli á einhverja ákveðna tegund tónlistar. Það stóð alltaf til að hafa þessa fjölbreytni þó að það væru einhverjir sem bjuggust við að hér yrði kannski öðruvísi verkefnaval. Þessar áherslur okkar hafa gengið eftir og það er mjög gleðilegt," segir Steinunn Birna. Samanlagt sóttu 249.381 manns alls 394 tónlistarviðburði í Hörpunni á fyrsta starfsári hennar. „Þetta er talsvert umfram það sem lagt var af stað með í allri áætlanagerð og spám. Við renndum svo sem blint í sjóinn enda var þetta í fyrsta skipti sem svona hús reis á landinu," segir Steinunn Birna. „Við erum alltaf að finna betur og betur hvað það var uppsöfnuð þörf fyrir húsið. Við vissum að því yrði tekið fagnandi af tónlistarmönnum en það sem er svo gleðilegt er að almenningur og gestir hafa tekið húsinu svo vel, sem sýnir sig í þessum aðsóknartölum." freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar. Popp- og rokktónleikar voru flestir, eða 94 talsins, og skammt á eftir þeim komu 87 klassískir tónleikar. Tónleikar með léttri tónlist af ýmsu tagi voru 78, tónleikar með nútímatónlist voru 42, söngleikir voru 28, óperur 19, barnatónleikar 18, djasstónleikar voru 16 og nemendatónleikar 12. Aðspurð segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, að þessi skipting sýni fjölbreytnina í húsinu í hnotskurn. „Þetta kveður endanlega niður allar grunsemdir um að hér halli á einhverja ákveðna tegund tónlistar. Það stóð alltaf til að hafa þessa fjölbreytni þó að það væru einhverjir sem bjuggust við að hér yrði kannski öðruvísi verkefnaval. Þessar áherslur okkar hafa gengið eftir og það er mjög gleðilegt," segir Steinunn Birna. Samanlagt sóttu 249.381 manns alls 394 tónlistarviðburði í Hörpunni á fyrsta starfsári hennar. „Þetta er talsvert umfram það sem lagt var af stað með í allri áætlanagerð og spám. Við renndum svo sem blint í sjóinn enda var þetta í fyrsta skipti sem svona hús reis á landinu," segir Steinunn Birna. „Við erum alltaf að finna betur og betur hvað það var uppsöfnuð þörf fyrir húsið. Við vissum að því yrði tekið fagnandi af tónlistarmönnum en það sem er svo gleðilegt er að almenningur og gestir hafa tekið húsinu svo vel, sem sýnir sig í þessum aðsóknartölum." freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira