Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna 30. maí 2012 06:00 Þrotabú stóru bankanna munu halda kröfuhafafundi á næstunni. Á myndinni eru Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. fréttablaðið/pjetur Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun