Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí 1. júní 2012 13:00 Fjórmenningarnir Björn Þór, Kristín Andrea, Jónína og Hjörtur Matthías standa á bak við tónlistarhátíð á Rauðasandi í júlí. Meðal þeirra sem fram koma eru Lay Low, Snorri Helgason og Low Roar. Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi. Björn Þór stendur að hátíðinni ásamt vinum sínum Kristínu Andreu Þórðardóttur, Jónínu de la Rosa og Hirti Matthíasi Skúlasyni. Sá síðastnefndi ólst upp á Rauðasandi og verður hátíðin haldin á bóndabæ bróður hans að Melanesi. „Rauðasandur er stórfenglegur staður og eins og úr öðrum heimi. Maður tekur alveg andköf við að koma þangað,“ segir Björn Þór. Síðasta sumar ákváðu fjórmenningarnir að slá upp hálfgerðri prufuhátíð á staðnum og buðu vinum sínum og vandamönnum að koma. Það gekk stórvel að sögn Björns Þórs og hófust þau strax handa við að skipuleggja almennilega hátíð fyrir þetta sumar. Mikil áhersla verður lögð á kántrýtónlist, blues og aðra órafmagnaða tónlist og meðal þeirra sem fram koma eru Lay Low, Prinspóló, Low Roar, Johnny Stronghands, Jefferson Hamer, Snorri Helgason, Ylja og Smári Tarfur. Tjaldaðstaða er góð á svæðinu en tónleikarnir verða haldnir í hlöðu á Melanesi. „Við erum að smíða svið í hlöðunni svo þetta verður alvöru hlöðuball,“ segir Björn Þór. Það verður þó meira í boði en tónleikar því á dagskránni eru alls kyns uppákomur. „Sandurinn er aðalmálið þarna svo við verðum með sandkastalakeppnir, jóga í sandinum og fleira í þeim dúr,“ segir Björn Þór og hvetur fólk til að taka börnin með sér. „Þetta er lágstemmd og fjölskylduvæn hátíð þar sem mikil og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa og fólk kemur til að njóta,“ segir hann að lokum. Miði á hátíðina kostar 6.500 krónur og má nálgast á midi.is. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi. Björn Þór stendur að hátíðinni ásamt vinum sínum Kristínu Andreu Þórðardóttur, Jónínu de la Rosa og Hirti Matthíasi Skúlasyni. Sá síðastnefndi ólst upp á Rauðasandi og verður hátíðin haldin á bóndabæ bróður hans að Melanesi. „Rauðasandur er stórfenglegur staður og eins og úr öðrum heimi. Maður tekur alveg andköf við að koma þangað,“ segir Björn Þór. Síðasta sumar ákváðu fjórmenningarnir að slá upp hálfgerðri prufuhátíð á staðnum og buðu vinum sínum og vandamönnum að koma. Það gekk stórvel að sögn Björns Þórs og hófust þau strax handa við að skipuleggja almennilega hátíð fyrir þetta sumar. Mikil áhersla verður lögð á kántrýtónlist, blues og aðra órafmagnaða tónlist og meðal þeirra sem fram koma eru Lay Low, Prinspóló, Low Roar, Johnny Stronghands, Jefferson Hamer, Snorri Helgason, Ylja og Smári Tarfur. Tjaldaðstaða er góð á svæðinu en tónleikarnir verða haldnir í hlöðu á Melanesi. „Við erum að smíða svið í hlöðunni svo þetta verður alvöru hlöðuball,“ segir Björn Þór. Það verður þó meira í boði en tónleikar því á dagskránni eru alls kyns uppákomur. „Sandurinn er aðalmálið þarna svo við verðum með sandkastalakeppnir, jóga í sandinum og fleira í þeim dúr,“ segir Björn Þór og hvetur fólk til að taka börnin með sér. „Þetta er lágstemmd og fjölskylduvæn hátíð þar sem mikil og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa og fólk kemur til að njóta,“ segir hann að lokum. Miði á hátíðina kostar 6.500 krónur og má nálgast á midi.is. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp