Kennir að segja sögu með mynd 2. júní 2012 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira