Loðin fortíð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. júní 2012 06:00 Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Íslenska lopapeysan er eitt af þessum táknum. Trauðla finnst sú auglýsingaherferð erlendis sem heilla á ferðamenn sem ekki inniheldur að minnsta kosti eina fyrirsætu í íslenskri lopapeysu. Okkur finnst fátt verra en að hún sé prjónuð í Kína og þingmaður nokkur telur aldagamla sögu hennar samofna íslenskri þjóðarvitund. Þeir sem vilja ekki breyta kvótakerfinu hafa síðan fundið samnefnara fyrir andstæðinga sína í kaffi latté, en vandfundinn er drykkur sem oftar hefur verið skrifað um en það mjólkursull. Raunar sýnir leit á internetinu að strax árið 1958 er byrjað að skrifa um lattéið og þá algjörlega ótengt fiskveiðum. Í Vísi er sagt frá opnun nýrrar kaffistofu, Mokka, en Guðmundur Baldvinsson, sem ræður fyrir henni, kynnti sér kaffimenningu Ítala, þar með talið „Café-latte" og bauð upp á það á Mokka. Lattéið og lopapeysan eiga sér því svipað langa sögu hér á landi, en á heimasíðu Handprjónasambands Íslands segir að peysan góða hafi skotið upp kollinum á sjötta áratug síðustu aldar. Engu að síður er, í hugum sumra, lopapeysan tákn fyrir allt sem íslenskt er, hinn sjálfstæða bónda í fagurri nátturu, sjómanninn saltbarða sem tekst á við úfnar öldur Ægis. Lattéið er hins vegar, í hugum þeirra sömu, tákn um leti og ómennsku borgarbarna sem orðið hafa sollinum að bráð. Reyndar eru margir á Mokka í lopapeysum og segja má að lopapeysan og lattéið hafi runni saman í eitt á kaffihúsum í 101. Tákn eru fín til síns brúks, en þau eru ekkert meira en tákn. Það fólk sem byggir tilveru sína og hugmyndir á þeim er pínulítið týnt. Það segir kannski sína sögu um ótta margra um hvert við stefnum að þeir vita ekki einu sinni hvaðan við komum og halda sér dauðahaldi í tákn eins og lopapeysuna. Sem er ekkert annað en sniðug flík til að halda á sér hita. Ásunnudaginn stígur síðan tákn táknanna, sjálf fjallkonan, fram á sviðið. Það er fínt, hún er verseruð sem þjóðartákn um alla Evrópu í rómantík 19. aldar og kann sitt fag, bæði hér á Íslandi sem annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun
Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Íslenska lopapeysan er eitt af þessum táknum. Trauðla finnst sú auglýsingaherferð erlendis sem heilla á ferðamenn sem ekki inniheldur að minnsta kosti eina fyrirsætu í íslenskri lopapeysu. Okkur finnst fátt verra en að hún sé prjónuð í Kína og þingmaður nokkur telur aldagamla sögu hennar samofna íslenskri þjóðarvitund. Þeir sem vilja ekki breyta kvótakerfinu hafa síðan fundið samnefnara fyrir andstæðinga sína í kaffi latté, en vandfundinn er drykkur sem oftar hefur verið skrifað um en það mjólkursull. Raunar sýnir leit á internetinu að strax árið 1958 er byrjað að skrifa um lattéið og þá algjörlega ótengt fiskveiðum. Í Vísi er sagt frá opnun nýrrar kaffistofu, Mokka, en Guðmundur Baldvinsson, sem ræður fyrir henni, kynnti sér kaffimenningu Ítala, þar með talið „Café-latte" og bauð upp á það á Mokka. Lattéið og lopapeysan eiga sér því svipað langa sögu hér á landi, en á heimasíðu Handprjónasambands Íslands segir að peysan góða hafi skotið upp kollinum á sjötta áratug síðustu aldar. Engu að síður er, í hugum sumra, lopapeysan tákn fyrir allt sem íslenskt er, hinn sjálfstæða bónda í fagurri nátturu, sjómanninn saltbarða sem tekst á við úfnar öldur Ægis. Lattéið er hins vegar, í hugum þeirra sömu, tákn um leti og ómennsku borgarbarna sem orðið hafa sollinum að bráð. Reyndar eru margir á Mokka í lopapeysum og segja má að lopapeysan og lattéið hafi runni saman í eitt á kaffihúsum í 101. Tákn eru fín til síns brúks, en þau eru ekkert meira en tákn. Það fólk sem byggir tilveru sína og hugmyndir á þeim er pínulítið týnt. Það segir kannski sína sögu um ótta margra um hvert við stefnum að þeir vita ekki einu sinni hvaðan við komum og halda sér dauðahaldi í tákn eins og lopapeysuna. Sem er ekkert annað en sniðug flík til að halda á sér hita. Ásunnudaginn stígur síðan tákn táknanna, sjálf fjallkonan, fram á sviðið. Það er fínt, hún er verseruð sem þjóðartákn um alla Evrópu í rómantík 19. aldar og kann sitt fag, bæði hér á Íslandi sem annars staðar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun