Milljónastyrkur til kylfinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 00:01 Samningnum fagnað. Birgir Leifur og Tinna auk fulltrúa fyrirtækjanna fjögurra og forsvarsmanna Golfsambands Íslands.Fréttablaðið/Stefán Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Fimm kylfingar njóta góðs af styrknum í ár. Þeir eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Ólafur Björn Loftsson NK auk GR-mannanna Stefáns Más Stefánssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar. Ólympíusæti góð afmælisgjöf15 milljónir eru miklir peningar í íslensku afreksíþróttastarfi. Til samanburðar fær frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir tæpar tvær milljónir króna úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en hún er ein á A-styrk. B-styrkhafar, sem eru þrettán, fá tæpa milljón í styrk. Birgir Leifur segir stofnun sjóðsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenska kylfinga. „Það er alltaf þessi hjalli hjá öllum íþróttamönnum að fá fjármagn til að keppa úti og láta drauminn rætast. Þegar það er komið verður eftirleikurinn auðveldari," segir Birgir Leifur. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016 eftir 112 ára hlé. Afrekssjóðurinn styður íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast þangað. „Eftir fjögur ár verð ég fertugur þannig að það væri ágætis afmælisgjöf," segir Birgir Leifur. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila en fimm manna fagteymi gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem á sæti í teyminu. Hann segir það hafa verið erfitt að velja kylfingana fimm. „Þessi hópur sem sjóðurinn styrkir verður alltaf mjög þröngur. Markmiðið er ekki að styrkja 10-15 manns heldur verða alltaf 2-5 kylfingar sem fá styrk úr sjóðnum," segir Úlfar og leggur áherslu á að eftirsóknarvert og erfitt eigi að vera að komast í hópinn. Huglægt mat að baki valinu„Við viljum að það sé eftirsóknarvert og erfitt að komast að. Kylfingar þurfa að hafa mjög mikið til brunns að bera. Vera metnaðarfullir í markmiðasetningu sinni en einnig mjög duglegir. Vinna þeirra á bakvið markmiðin skiptir einnig máli og þannig er mat okkar í teyminu að einhverju leyti huglægt. Þessir kylfingar hafa sýnt að þeir vinna mjög agað og skipulega," segir Úlfar. Tinna Jóhannsdóttir segir það mikinn heiður að vera fulltrúi kvenna í hópnum. „Ég er ótrúlega stolt og vona að þetta verði hvatning fyrir hinar stelpurnar sem eru að velta því fyrir sér að keppa erlendis. Þær eiga ekki að vera hræddar við að taka stökkið," segir Tinna. Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Fimm kylfingar njóta góðs af styrknum í ár. Þeir eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Ólafur Björn Loftsson NK auk GR-mannanna Stefáns Más Stefánssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar. Ólympíusæti góð afmælisgjöf15 milljónir eru miklir peningar í íslensku afreksíþróttastarfi. Til samanburðar fær frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir tæpar tvær milljónir króna úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en hún er ein á A-styrk. B-styrkhafar, sem eru þrettán, fá tæpa milljón í styrk. Birgir Leifur segir stofnun sjóðsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenska kylfinga. „Það er alltaf þessi hjalli hjá öllum íþróttamönnum að fá fjármagn til að keppa úti og láta drauminn rætast. Þegar það er komið verður eftirleikurinn auðveldari," segir Birgir Leifur. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016 eftir 112 ára hlé. Afrekssjóðurinn styður íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast þangað. „Eftir fjögur ár verð ég fertugur þannig að það væri ágætis afmælisgjöf," segir Birgir Leifur. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila en fimm manna fagteymi gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem á sæti í teyminu. Hann segir það hafa verið erfitt að velja kylfingana fimm. „Þessi hópur sem sjóðurinn styrkir verður alltaf mjög þröngur. Markmiðið er ekki að styrkja 10-15 manns heldur verða alltaf 2-5 kylfingar sem fá styrk úr sjóðnum," segir Úlfar og leggur áherslu á að eftirsóknarvert og erfitt eigi að vera að komast í hópinn. Huglægt mat að baki valinu„Við viljum að það sé eftirsóknarvert og erfitt að komast að. Kylfingar þurfa að hafa mjög mikið til brunns að bera. Vera metnaðarfullir í markmiðasetningu sinni en einnig mjög duglegir. Vinna þeirra á bakvið markmiðin skiptir einnig máli og þannig er mat okkar í teyminu að einhverju leyti huglægt. Þessir kylfingar hafa sýnt að þeir vinna mjög agað og skipulega," segir Úlfar. Tinna Jóhannsdóttir segir það mikinn heiður að vera fulltrúi kvenna í hópnum. „Ég er ótrúlega stolt og vona að þetta verði hvatning fyrir hinar stelpurnar sem eru að velta því fyrir sér að keppa erlendis. Þær eiga ekki að vera hræddar við að taka stökkið," segir Tinna.
Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira