Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi 23. júní 2012 08:00 Ingo Hansen safnaði fyrir plötunni með því að vinna í Noregi í hálft ár. „Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira